mánudagur, júní 12, 2006

Jæja, Berlín, Berlín, Berlín, hvað get ég sagt... Tjúttað um helgina, bjór með öllum málum eða svo gott sem allavega... Er reyndar bara á netkaffi núna með lappann, aðeins að henda inn info af okkur...
Byrjuðum semsagt á Opnun af The Fan Meile hér við Brandenburgarhliðið sem liggur allaleið að Sigursúlunni á einni götu er heitir 17. Júní Strasse, þeir sem hafa veirð þarna þekkja það, en aðrir verða bara að dreyma um götu sem er ca 1,5-2km að lengd og MJÖG breið allaleið, þar eru semsagt um 10 RISA skjáir með liekjunum á og bjórtjöld og pulsur ALLSTAÐAR, þar vorum við með um 200þús manns á 7júní við svona opnun á svæðinu þar sem Nelly Furtado og Ricky Martin gerðu allt vitlaust að ógleymdri SÚPERHETJUNNI Ronan Keating!!!!! En já, þar var ágætt og fjör en við ennþá nettþreyttir eitthvað þannig það var rólegt kvöld. En síðan kom að opnunarleiknum, 300þúsund manns + við 3 að horfa á Þýskaland vinna Costa Ríka 4-2 kreisí fjör, síðan hittum við Benna og Önnu og fórum á einhvern pöbb sem vara bara kúl, betri lýsing og myndir síðar og síðan gerðum ég og jón allt vitlaust á The Matrix klúbbnum, betri lýsing síðar! Ehh, laugardagur, "party" með tvibbunum og þýskum vinum þeirra, bjór, grill og ógeðsleg bolla sem íslendigarnir buðu uppá, að óglemydu að sjálfsögðu Opal og Brennivíni sem fór misvel í fólk ;)
Sunnudagur þynnka, mánudagur á Wannsee sem er vatn í Suðvestur berlín og þar er massaströnd og við tókum ÍslenskA MASSANN á þetta og gerðum allt vitlaust í vatninu (Read: Hjólabuxur og Frisbí, Ausa langaði að tala þátt en var fastur heima á Íslandi ;))
Og svo er það hérna núna... Live Music Lounge rétt við Bergmannstrasse að drekka bjór, skrifa þetta og horfa á Ítalía - Ghana. Á morgun, ALLT VITLAUST, Brasilía - Króatía, búist er við um 200þús manns á Fan Meiluna og við verðum þar líka, drekkandi bjór og étandi pulsur eins og okkur sé borgað fyrir það....

Það versta við þetta alltsaman er það að þegar maður kemur heim þarf maður að hlaupa þetta allt saman af sér þar sem það er viðbúið að það verði eitthvað af aukakílóum í gangi, en það breytir ekki öllu, fjörið er hér, ekki hjá ykkur, hafið það gott, Tschuss!!!!!!

ps. Nokkrar myndir for your viewing pleasure!


4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

það var nú mikið að það komu einhverjar frettir fra ykkur, nuna er madur loksins buinn i profunum og getur byrjad ad telja nidur dagana þangad tilad madur mætir a svædid.

12:06 f.h.  
Blogger audunnthor said...

ANSKOTINN.... væri til í að vera þarna úti.... helvítis vinna alltafhreint.... En já Frisbee en snilldin ein... Brassaleikurinn verður agalegur... haldið ykkur nálgægt brazilísku thong gellunum ... sweet juice og jesus christ... guddi þekkir það..

Hafið það gott og verið duglegir að pósta myndum á síðuna okkar.. mennirnir.com ;)

9:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sælir drengir..En gaman að geta kíkt hingað á meðan þið eruð í útlöndum;).Líka bara að minna á að þið eigið alltaf að drekka fyrir mig líka...Guð hvað við erum nú farin að sakna ykkar í vinnunni;)..Jæja skemmtið ykkur ÓgÓ vel..Kv Rannveig

10:38 e.h.  
Blogger blogspot said...

Fucking var gaman eftir Brazzaleikinn en gærdagurinn var miklu betri, grein að koma....

12:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home