miðvikudagur, júní 21, 2006

Mættir á NetBjórinn okkar og þá kemur update!

Furðu margt sem við erum búnir að gera síðustu daga þrátt fyrir endalausa mollu og hita þó enga sól svo eitthvað sé hægt að tala um (allavega ekkert strandveður) Tókum okkur til síðastliðinn laugardag og sturtuðum í okkur Vodka í appelsínusafa ásamt bunka af bjórum (Erum komnir í ríflega 60bjóra sem við höfum drukkið bara heima, og þar fer minnsta drykkjan fram) og fórum svo og hitum Önnu Edelstein og einhvejrja vini á stað sem heitir Luckystar eða Starwings eða eitthvað og þar er bara spiluð svona 60's music einhver, alveg nett stuð til að byrja með og var svitanð vel á dansgólfinu en þegar fór að líða á þetta var nú óneitanlega eins og massaði DJ-inn væri eitthvað að missa kúlið og lögin þarafleiðandi byrjuð að syger kunte. Þannig eftir 10+ Becks (? ca) á mann var staðurinn kvaddur og lagt af stað í undergroundið, og þá byrjaði fjörið. Fyrst hittum við gaura með pinna í nefi og annan sem var yfir höfuð furðulega fullur (pissandi á götuni og eitthvað) og vildu þeir, eftir smá rabb, labba með okkur á lestarstöðina. Við eitthvað, "ok" báðir sannfærðir um það að þetta myndi vera okkar síðasta. En þá komu einhverjir 16-17 ára strákar okkur til bjargar með því að byjra að bulla eitthvað. Þeir höfðu nú tekið sig til og rænt stórum pappakassa fullum af áfengi sem þeir voru að sturta í sig og hjálpuðum við eitthvað aðeins við það. Það samt að tala við þá var eins og að horfa á gamla mynd með Arnold Schwarzenegger, skildum ekki orð, og þá kom nú þýsku kunnátta Johnnys sér vel þar sem þeir bara böbluðu við hann meðan ég talaði við eina gaurinn sem kunni eitthvað í ensku. En þegar hann byrjaði að spyrja mig útí hvenrig mér finndist hinir ýmsu Þýsku bílar vera í samanburði við aðra, hugsað ég með mér að þetta væri orðið gott og við beiluðum í lest sem var full af sofandi fólki :)

En ftir langa nótt var loks haldið heim uppúr kl ég veit ekki hvað og sofið fram eftir á sunnudag sem fór svo bara í þynnku!
Á mánudag var safnadagurinn ógurlegi (eitt safn sem tók um 2tíma að ganga um) Og svo var horft á bolta.
I gær var svo komið að alvöru leik loksins, Þýskaland - Ekvador sem við að sjálfsögðu horfðum á Fan Meilinu, með, já, 699.998+okkur og þar var ógeðslegea heitt og brann ég í döðlu á öxlunum og skildi það að sjálfsögðu eftir sig fallegt wifebeater far sem ég mun monta mig af síðar. Síðan var bara stíf drykkja í raun frá um klukkan 3 um daginn þar til eitthvað í nótt eftir Svíþjóð - England og einhvern Bjórgarð sem við fórum í . En fuck it, ég er leiðinlegur penni þannig ég nenni ekki að skrifa meira set bara inn nokkrar myndir...


ps. Alger helvítis óbjóður þessi "Currywurst" sem Johnny fékk sér hjá Engin Grill Tyrkja vini okkar...








2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er eins og einhver hafi kúkað í ælu... Móðgun við currywurst! Nei, GLÆPUR!!!

6:11 e.h.  
Blogger audunnthor said...

Þetta er eins og aflimaður tippalingur í ... NASTY

1:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home