mánudagur, júlí 10, 2006

Það sem ég skrifaði fyrir 10dögum síðan

Jæja, þá er farið að styttast í þessu hjá okkur :I

Á fimmtudaginn síðastliðinn komu Gay-ri og G-Luv til okkar og má, vægt
til orða tekið, segja að Berlín hafi verið tekin með góðu trompi. Jafnmargir
bjórar hafa nú líklega ekki verið drukknir á jafn skömmum tíma og hvað þá
jafn fáir tímar farið í óþarfa eins og svefn. En ef einhver 3 orð eru betri
en önnur til að lýsa þessu þá eru þau : Bjór, át og fótbolti! Jafn miklir Meat-sweats
hafa nú bara ekki fundist austan Fituríkjanna í vestri. Steikur, pulsur,
steikur í brauði, Karrýpulsur, Döners, Mac-D's, Stærri steikur, bakaðar kartöflur,
franskar kartöflur, steiktar kartöflur og að ógleymdum öllum sósunum, og svo öllu
skolað niður með ógrynni af bjór, ljósum og dökkum, og svo Breezerum fyrir þá er ekki
gátu meiri bjór. Enn þrátt fyrir það allt náðum við nú samt að hendast með þá á þessa
normal túrista staði ásamt því að finna aðra staði minna túrista væna. En eitt er víst, að Berlínarbúar munu higsa öðruvísi til Íslendinga eftir allar söngkennslurnar í lestarferðum morgnanna á leið heim af djamminu og danskennslurnar með Mexíkönum og
Spánverjum á nætuklúbbum bæjarins.
En svo þegar á ferðina leið var nú farið með þá á ströndina á Wannsee þar sem Johnny
gerði misheppnað Baywatch hlaup út í vatnið syngjandi Baywatch þemalagið og G-in tvö
sýndu ótrúlega takta við að hoppa eftir frisbí diskum. Svo var að sjálfsögðu tekið
þetta fínasta shopping trip á mánudegi ásamt því að éta síðustu steikina og reynt að
troða Kebab í sig eftir það. Drengjunum tókst það nú eigi en Bjarni búinn að lifa í
Berlín í 3vikur áttu nú ekki í miklum vandræðum með það. Síðan var bara þeim hent uppá flugvöll á þriðjudag með loförðum um engan meiri bjór í einhverja daga o.sv.frv. Það dugði þar til við Jón hittum Kristján mann systir minnar hérna á Afrískum stað til að horfa á Brasilíu - Ghana og þá hélt drykkjan nú áfram fram eftir nóttu. En eitt er víst að Afríkanar voru með hjartað á réttum stað er kom að því að styðja sitt lið, engin smá helvítis læti í þessar pínu holu þarna og allir öskrandi og klappandi. Ef það væri nú bara svona að hofa á bolta heima, aldrei nein læti í neinum liggur við. Smökkuðum við líka mjög merkilegan bjór þá á lítilli knæpu í Kreuzberg sem við höfðum ekkert vitað af, en hann var alveg svartur og bragðaðist í raun ekkert ólíkt kóki, þrátt fyrir að vera einhver rífleg 5.5% eða svo.
Og drengir, eins fyndið og það er nú að við náðum ekki múrnum up-close and personal,
þá rákumst við Johnny á tvo nett stóra búta úr honum í gær bara rétt hjá Potsdamer Platz þar sem við erum nú búnir að vera á rölta um hægri vinstri. En ok, það er bara næsta ferð fyrir ykkur...

En já, Hittum Breta í gærkvöldi á Oranienburgerstr. fórum með þá á svalasta stað bæjarins sem heitir Tacheles og helttum í okkur með þeim. Þessi staður er í raun alveg fáránlega svalur, Kjartan getur tekið undir það þar sem hann elskaði víst þennan stað. En hann er semsagt staðsettur á 5tu hæð í gömlu verksmiðju húsi sem var sprengt í köku í WW2 og er í raun alveg opið út í bakgarð þarna þar sem er strandsandur og litlir indie pleisar. En þessi hæð slapp að vissu leiti og er núna hægt að sitja þarna, hlusta á rólega tónlist og horfa útum það sem var einu sinni stór verksmiðjusalur en er núna bara opið svæði. Það er líka svo kúl að sjá að það eru svo mismunandi hlutir í gangi í þessu húsi, massa Techno staður á 3ju hæðinni, listagallerí fyrir unga listamenn á 4hæð og þetta pleis á 5hæð, ásamt því að það er Bíó á neðstu hæð, eða réttara sagt tveim neðstu. Án efa svalasti
staður sem ég hef farið á fyrir utan Kaffibarinn ;)

En jæja, þessa lokahelgi mína hef ég verið að tjilla með Önnu og Benna Edelstein og vinum þeirra heima hjá þeim. Johnny fór að heimsækja family til Prenzlau og mér var boðið að tjilla bara hérna og ég tók því að sjálfsögðu. Búinn að fara að vesla ágætlega í gær og býst við meiru á morgun. Í dag er annar 30°+ dagurinn í röð þannig það verður sennilega eitthvað farið í sólbað til að massa upp tanið fyrir heimferðina, en við Jón mætum á klakann ríflega 15:15 á þriðjudag 4.júlí.


ps. þetta var skrifað fyrir löngu síðan, og svo copy/paste núna hignað. Lokauppgjör á leiðinni með fullt af myndum!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home